Amy Tan
Amy Ruth Tan (f. 19. febrúar 1952) er bandarískur rithöfundur af kínverskum ættum þekktust fyrir skáldsöguna Leikur hlæjandi láns frá 1989, sem var gerð að samnefndri kvikmynd árið 1993. Aðrar skáldsögur hennar eru meðal annars Kona eldhúsguðsins frá 1991, Dóttir himnanna frá 1995 og Dóttir beinagræðarans frá 2001. Margar af bókum hennar fjalla um fjölskyldutengsl í innflytjendafjölskyldum, einkum sambönd kínverskra mæðra við bandarískar dætur sínar.