Amundsenhaf
Amundsenhaf er hafsvæði í Suður-Íshafi undan Marie Byrd-landi. Það nær frá Flugfiskahöfða í austri að Darthöfða í vestri. Það heitir eftir norska landkönnuðinum Roald Amundsen. Hafið er að mestu ísi þakið og íshellan sem rennur út í það er að meðaltali 3 km að þykkt.