American Basketball League (1996–1998)

American Basketball League, skamstafað ABL, var bandarísk atvinnumannadeild kvenna í körfuknattleik sem stofnuð var árið 1995. Á sama tíma og deildin var stofnuð, var NBA-deildin að undirbúa stofnun Women's National Basketball Association (WNBA). ABL hóf leik haustið 1996, á meðan WNBA lék sinn fyrsta leik í júni 1997. Báðar deildirnar voru stofnaðar í kjölfar mikils áhuga á kvennakörfubolta í Bandaríkjunum eftir að bandaríska háskólaliðið Connecticut Huskies fór taplaust í 35 leikjum í gegnum 1994–1995 tímabilið[1] ásamt því að bandaríska kvennalandsliðið vann gull á Sumarólympíuleikunum 1996.

ABL hélt úti í tvö og hálft tímabil áður en deildin varð undir í samkeppninni við WNBA. Atlanta Glory og Long Beach Stingrays duttu út við upphaf tímabilsins 1998–99 en í staðinn bættust við Chicago Condors og Nashville Noise. Þann 22. desember 1998, næstum án viðvörunar, lýsti deildin yfir gjaldþroti. Á þeim tímapunkti hafi vvert lið hafði spilað á milli 12 og 15 leiki á 1998-99 tímabilinu.[2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. Brendan Prunty. „The 1995 Connecticut Huskies: The Team That Made Women's Basketball“. The Big Lead. Sótt 17. apríl 2016.
  2. „Women's ABL Declares Bankruptcys“. www.cbsnews.com (enska). 22. desember 1998. Sótt 10. nóvember 2024.
  3. Lena Williams (2. apríl 1999). „Former Team Official Recounts the A.B.L.'s Dizzying Descent“ (enska). New York Times. Sótt 10. nóvember 2024.