Alpine F1 Lið
Alpine F1 liðið hefur verið keppa í Formúlu 1 síðan frá árinu 2021 sem heitir fullu nafni BWT Alpine F1 Team. Áður hét liðið Renault en er þó ennþá í eigu sama framleiðanda Renault Group.[1] Upphaf Alpine liðsins má rekja til ársins 1981 þegar Toleman liðið fór fyrst að keppa í Formúlu 1. Toleman liðið var í 5 ár í Formúlu 1 og var fyrsta liðið sem Ayrton Senna keyrði fyrir í Formúlu 1.[2] Benetton keypti síðan liðið af Toleman og keppti í Formúlu 1 frá árinu 1986 til ársins 2001. Benetton vann sína fyrstu keppni á sínu fyrsta ári þegar Gerhard Berger var liðsmaður liðsins. Benetton liðið gekk ágætlega fyrstu árin en síðan árið 1990 gerðist Flavio Briatore liðsstjóri liðsins. Þá fór liðinu á ganga mun betur sem þá var með Ford vélar og Nelson Piquet vann tvær keppnir fyrir liðið það árið. Michael Schumacher verður síðan ökumaður liðsins árið 1991 og keyrir fyrir liðið til ársins 1995. Schumacher varð tvisvar sinnum heimsmeistari þegar hann keyrði fyrir Benetton árið 1994 og 1995. Benetton varð heimsmeistari bílasmiðja árið 1995 og það varð þeirra eina skipti. [3]
Alpine F1 Lið | |
---|---|
Renault Group kaupir Benetton árið 2000 en liðið hélt sama nafni tímabilin 2000 og 2001.[4] Liðið breytir um nafn árið 2002 og hét þá Renault F1 lið(Renault F1 Team). Það keppti undir því nafni frá árunum 2002 til 2011. Liðið var tvisvar sinnum heimsmeistari bílasmiðja á þeim árum, árin 2005 og 2006. Fernando Alonso var heimsmeistari bæði árin sem þá keyrði fyrir liðið.[5]. Árið 2012 til 2015 hét liðið Lotus Renault GP þegar Lotus var aðalstyrktaraðili liðsins, árið 2016 til 2020 hét liðið Renault Sport F1 Lið(Renault Sport F1 Team).
Tilvísanir
breyta- ↑ „Renault út - Alpine inn“. MBL. 3. mars 2021. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ Micallef, Catherine (14. júní 2022). „Discovering Formula One Team Origins: Alpine“. FormulaNerds. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ Ruppert, James (4. október 2024). „Benetton Rebels of Formula 1“. Freecarmag. Sótt 25. desember 2024.
- ↑ Allievi, Pino (2006). Benetton formula 1 : a story. Skira. ISBN 9788876246036.
- ↑ Benson, Andrew (8. júlí 2020). „Fernando Alonso return to Formula 1 with Renault confirmed“. BBC. Sótt 25. desember 2024.