Almannavalsfræði
Almannavalsfræði er þverfaglegt svið þar sem notast er við kenningar stjórnmálafræðinnar og hagfræðinnar til að skýra hegðun fólks byggt á efnislegum hagsmunum þess.
Sér í lagi er leitast við að skýra hegðun stjórnmálamanna og ríkisstjórna sem leikenda sem leitast við að hámarka eigin hag innan þess ramma sem settur er í formi stjórnarskrár eða annarra laga og reglugerða. Meðal aðferðafræðilegra nálgana má nefna leikjakenningu, nytjahyggju og ákvarðanafræði.