Alkort er spil sem spilað er með venjulegum spilastokk. Það var eitt sinn mjög vinsælt.

Spilareglur í alkorti

breyta

Áður en spilið hefst eru fimmur og tíur eru tekin út úr spilunum þannig að eftir verða 44 spil. Spilarar eru fjórir og tveir og tveir spila saman og í byrjun draga allir spil úr bunkanum og lenda þeir saman sem eru með hæsta og lægst spilið.

Sá sem byrjar að gefa hverjum manni þrjú spila og heldur áfram þangað til hver er búinn að fá níu spil. þá eru átta spil eftir mynda stokk sem leggur á borðið hjá sér.

Gildi spilanna er öðruvísi en í hefðbundnum spilum. Gildi spilanna eru þessi frá hæsta spili til lægsta eru: Tígulkóngur, hjartatvistur, lauffjarki, spaðaátta, hjarta-nía, tígulnía, ásar, gosar, og sexin. Sjöin sem eru einnig kölluð bísefar eða besefar hafa sérstöðu, þau styrkjast eftir unnin slag en hafa annars ekkert gildi.

Þegar búið er að gefa spilin skoða spilarar gildi þeirra spila sem þeir hafa og ef þeir hafa spil sem hafa gildi þá taka þeir fram að þeir eigi ekki rétt á stokknum. Oftast er þannig að menn mega ekki taka stokkinn en enginn veit hvað leynist í honum.

Þegar spilið hefst setur sá sem er í forhönd fyrstur út. Þeir sem spila saman reyna að fá sem flesta slagi áður en hinir fá slag. Bísefarnir (sjöurnar) eru ódrepandi eftir fyrsta slag. Gildi þeirra er þannig hafið yfir önnur spil svo framarlega sem spilamaður hafi áður fengið slag, þau hafa ekkert gildi ef hann hefur ekki fengið slag.

Ef þeir sem spila saman fá fimm slagi í röð þá heitir það múkur (að múka) og fá spilamenn þá fimm prik. Ef þeir fá sex slagi eða fleiri gera þeir stroku. Talað er um sexblaðastroku upp í níublaðastroku eftir fjölda slaga. Eitt prik bætist við fyrir hvern slag. Ef mótspilurum tekst að slíta (að fá slag) þá verður hvorki múkur né stroka. Ef mótspilurum tekst þá að fá fimm slagi hafa þeir unnið það spil og fá eitt prik.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.