Alin[1] eða öln[2] er forn mælieining. Alin (ft. álnir) er mismunandi eftir löndum og tímabilum innan hvers lands. Upphafleg lengdareining á Íslandi var lögalin, sem var 19 danskir þumlungar eða um 48 sentimetrar að lengd. Í byrjun sextándu aldar var tekin upp Hamborgaralin, sem var 22 þumlungar eða um 57,8 sentimetrar að lengd, en árið 1776 var dönsk alin löggilt hér á landi með konunglegri tilskipun. Var hún 24 þumlungar eða 62,8 sentimetrar að lengd.

Alin er mælieining sem miðast við handlegginn, frá olnboga fram á fingurgóma

Alin hefur þannig verið mismunandi og sömuleiðis þær einingar sem byggja á alin. Í hverri alin eru tvö fet og hvert fet er tvö kvartil. Um 1200 var stikumálið leitt í lög. Stika var jöfn tveimur fornum lögálnum eða um 98 sm.

Tilvísanir breyta

  1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
  2. Um hina fornu íslensku alin; grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1910

Heimildir breyta

Tenglar breyta

  • „Hvað er landfræðileg alin?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er danskt fet margir sentimetrar?“. Vísindavefurinn.
  • Tugamál og tugavog, Ísafold, 54. tölublað (05.08.1899), Bls. 213
  • Um hina fornu íslensku alin; grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1910
  • Álnir og kvarðar. – Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Megintexti (01.01.1968), p. 45-78


   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.