Algebruleg tala er hver sú tvinntala (þar undir falla náttúrulegar tölur, heilar tölur, ræðar tölur og rauntölur), sem getur verið núllstöð í margliðufalli með heiltölustuðlum. Tölur, sem ekki eru núllstöðvar í neinu slíku falli kallast torræðar (e. transcendental). Dæmi um algebrulegar tölur eru , og allar tölur á forminu p+iq, þar sem p og q eru ræðar tölur og i er . Tvinntölurnar p+iq og p-iq eru lausnir annars stigs jafna á forminu x2 - (2p)x + (p2+q2) = 0. Dæmi um torræðar tölur eru pí og e, því að engar margliður með heiltölustuðlum hafa þær sem núllstöð.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.