Alfred Jolson
Alfred James Jolson, (fæddur 18. júní 1928 í Bridgeport, Connecticut, Bandaríkjunum, dáinn 21. mars 1994, í Pittsburgh, Pennsylvaníu, Bandaríkjunum) var bandarískur Jesúíti. Eftir að hafa þjónað í þremur heimsálfum, varð hann kaþólskur biskup á Íslandi, fjórðu heimsálfunni.[1]
Föðurafi Alfreds var Guðmundur Hjaltason sem flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna árið 1905.
Alfred gerðist Jesúítamunkur 1946 og var vígður til prests 14. júní 1958. Var hann síðan sendur til Írak og var prófessor við Al-Hikma háskólann í Bagdad, sem var rekinn af Jesúítum. Henn gegndi þar stöðu deildarforseta viðskiptadeildar.
Árið 1964 sneri hann aftur til Bandaríkjanna og starfaði sem deildarforseti við Boston College háskólan í eitt ár. Hann var þá einnig forstjóri Newton Chamber of Commerce.
Hann var lengi kennari og prófessor við jesúítaháskóla á Ítalíu, Ródesíu, Írak og Bandaríkjunum, þar á meðal Saint Joseph's University í Fíladelfíu.
Frá árinu 1986 þar til hann var skipaður biskup á Íslandi var hann prófessor í hagfræði við Wheeling Jesuit háskólann í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.
Reykjavíkurbiskup Alfred var skipaður kaþólskur biskup í Reykjavík af Jóhannesi Páli II páfa 12. desember 1987. Hann var vígður biskup 6. febrúar 1988 af John Joseph O'Connor kardínála. [2]
Alfred lést í mars 1994 eftir kransæðahjáveituaðgerð á Mercy Hospital í Pittsburgh [3].
Í skýrslu rannsóknarnefndar um kynferðisglæpi séra Ágústs George og fleiri við Landakotsskóla, sem út kom 2. nóvember 2012, kom fram að Alfred biskupi hafði oftar en einu sinni verið greint frá ásökunum um barnaníð af hendi séra Georges en hann kosið að gera ekkert í málinu. [4]
Fyrirrennari: Hinrik Frehen |
|
Eftirmaður: Jóhannes Gijsen |
- ↑ http://www.catholic-hierarchy.org/bishop/bjolson.html
- ↑ https://timarit.is/page/2538201#page/n65/mode/2up
- ↑ https://www.nytimes.com/1994/03/25/obituaries/alfred-j-jolson-bishop-of-reykjavik-65.html https://www.nytimes.com/1994/03/25/obituaries/alfred-j-jolson-bishop-of-reykjavik-65.html
- ↑ Hjördís Hákonardóttir; Hrefna Friðriksdóttir; Jón Friðrik Sigurðsson (2. nóvember 2012). „Skýrsla um viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna og annarra starfsmanna kirkjunnar“ (PDF). Rannsóknarnefnd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Sótt 5. nóvember 2024.