Alfred Jolson (18. júní 192821. mars 1994) var bandarískur prestur rómversk-kaþólsku kirkjunnar og biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi frá 1988 til dauðadags. Í skýrslu rannsóknarnefndar um kynferðisglæpi séra Ágústs George og fleiri við Landakotsskóla, sem út kom 2. nóvember 2012, kom fram að biskupi hafði oftar en einu sinni verið greint frá ásökunum um barnaníð af hendi séra Georges en hann kosið að gera ekkert í málinu.


Fyrirrennari:
Hinrik Frehen
Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
(1987 – 1994)
Eftirmaður:
Jóhannes Gijsen


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.