Alentejo
Alentejo er eitt af fimm landsvæðum Portúgals, staðsett í miðhluta landsins. Bein þýðing nafnsins er „handan Tagus,“ enda sker Tagus áin svæðið frá öðrum hlutum landsins. Sunnan við svæðiði er Algarve héraðið, helsti ferðamannastaður landsins.
Alentejo skiptist í eftirfarandi svæði: Alto Alentejo (há-Alentejo), Baixo Alentejo (lág-Alentejo), mið-Alentejo og Alentejo Litoral. Helstu borgir svæðisins eru Évora, Portalegre, Beja og Sines.
Íbúafjöldi svæðisins er 776.585 (2001) og það spannar yfir 26.000 km².
Alentejo er kallað „Brauðkarfa Portúgals“ vegna frjósamrar jarðar þess, enda lifir megnið af íbúunum á landbúnaði.