Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði
(Endurbeint frá Alþjóðlegt samband efnafræðifélaga)
- IUPAC vísar hingað. Fyrir nafnakerfið sjálft, sjá IUPAC-nafnakerfið.
Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði eða IUPAC (International Union of Pure and Applied Chemistry) eru alþjóðleg samtök 54 efnafræðifélaga frá hinum ýmsu löndum. Samtökin halda utan um staðla í efnafræði, svo sem nafnakerfi og skilgreiningar. Þau voru stofnuð árið 1919.