Alþjóðlega Cospas-Sarsat-verkefnið

Alþjóðlega Cospas-Sarsat-verkefnið er samstarfsverkefni 45 landa og stofnana um nýtingu gervihnatta við leit og björgun.[1] Kerfið styður flutning neyðarboða sem berast frá neyðarsendum á tíðninni 406 MHz. Slíkir neyðarsendar geta verið í höndum einstaklinga eða um borð í skipum, kafbátum og flugvélum. Gervihnattakerfið er myndað af 65 gervihnöttum með búnað til að enduvarpa slíkum boðum til viðbragðsaðila um allan heim.[2][3][4] Móttaka neyðarboða frá kerfinu er ókeypis.[5]

Skýringarmynd fyrir Cospas-Sarsat.

Kerfið varð til sem samstarfsverkefni Bandaríkjanna, Kanada, Frakklands og Sovétríkjanna árið 1979,[6] og fyrsta björgunin með aðstoð kerfisins átti sér stað 10. september 1982. Formlegur samningur aðildarríkjanna fjögurra var undirritaður 1. júlí 1988.

Heiti verkefnisins er dregið af rússnesku skammstöfuninni КОСПАС Kospas (Космическая Система Поиска Аварийных Судов „geimkerfi fyrir leit að farartækjum í neyð“) og ensku skammstöfuninni SARSAT (Search And Rescue Satellite-Aided Tracking „leit og björgun með aðstoð rakningar með gervihnetti“).

Tilvísanir

breyta
  1. Cospas-Sarsat website, Formally associated Participant states and agencies
  2. International Cospas-Sarsat Programme Agreement – UN Treaty Series (PDF)
  3. Cospas-Sarsat website, "International Cospas-Sarsat Programme Agreement" (PDF)
  4. „Strategic Goals for the Cospas-Sarsat Programme“, Cospas-Sarsat Strategic Plan (PDF), Cospas-Sarsat
  5. Cospas-Sarsat website, "What is a Cospas-Sarsat 406 MHz Beacon"
  6. Space Foundation's Space Technology Hall of Fame inducted technology
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.