Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði
(Endurbeint frá Alþjóðasamtök um fræðilega og hagnýta efnafræði)
Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði eða IUPAC (International Union of Pure and Applied Chemistry) eru alþjóðleg samtök 54 efnafræðifélaga frá hinum ýmsu löndum. Samtökin halda utan um staðla í efnafræði, svo sem nafnakerfi og skilgreiningar. Þau voru stofnuð árið 1919.