Aktínólít er háhitasteind og tilheyrir amfibólflokknum.

Aktínólít frá Portúgal

Lýsing

breyta

Kristallarnir eru fíngerðir þræðir og oftast geislóttir með glergljáa. Grænleitt, hvítt eða gráleitt á lit.

  • Efnasamsetning: Ca2(Mg,Fe)5Si8O22(OH,F)2
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 5½-6
  • Eðlisþyngd: 2,9-3,3
  • Kleyfni: Góð

Myndun og úbreiðsla

breyta

Byrjar að myndast við 300°C hita nálægt innskotum og rótum háhitasvæða. Hefur fundist við Hafragil í Lóni.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.