Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar eða AÍH var stofna árið 2002 utan um þrjár gerðir af mótorsporti en það var Motocross, Rallycross og Go kart og varð félagið deildarskipt. Seinna kom Road Race og Drift inn sem deildir. Í dag eru starfandi fimm deildir í félaginu og iðka sport sitt á brautum AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.
- Deildir AÍH:
- Driftdeild AÍH
- Go kartdeild AÍH
- Motocrossdeild AÍH
- Rallycrossdeild AÍH
- Road Racedeild AÍH
Brautir AÍH eru:
breytaMalbikuð braut 850m byggð 1996 Drift Go kart Mótorhjól
Malbikuð og malarbraut 800m byggð 1991
Rallycross Motorcross braut 1000m byggð 2013
Motocross fyrir börn og unglinga
Road Race/Götuhjóladeild/RR AÍH
breytaÞann 14. mars 2007 var samþykkt á aðalfundi Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar (AÍH) tillaga fjórtán einstaklinga um að stofna götuhjóladeild innan félagsins.
Með stofnun deildarinnar var stigið stórt skref til framfara fyrir þá sem stunda akstursíþróttir á götumótorhjólum. Þar með gefst þeim sem hafa áhuga á að leggja stund á “Road Race” á Íslandi tækifæri á að ganga í deild í fullgildu íþróttafélagi sem hefur eingöngu götumótorhjólaakstur á stefnuskránni og að taka þátt í að byggja upp aðstöðu fyrir sportið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Driftdeild/RCA
breytaRCA er deild innan Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir rallycross keppnum á svæði félagsins við Krýsuvíkurveg. Rallycross er keppni á bílum á hringlaga braut blandaðri af möl og malbiki, brautin er um 1000m