Akkeron
Akkeron er undirheimafljót í grísku goðafræðinni. Handan þess er gullrótarengið, þar sem skuggar hinna framliðnu eru á reiki.
Akkeron er eitt þriggja fljóta í undirheimum. Önnur eru: Styx, Kokytos (tárafljót) og Pyriflegeþon (eldfljót). Mætast Kokytos og Pyriflegeþon, falla loks í Akkeron og mynda öll óskaplegan dunandi flaum. Síðar hugsuðu menn sér, að Akkeron myndaði takmörk undirheima.
Akkeron er stundum haft um Hades, dauðaheima. Virgill hefur Akkeron í þeirri merkingu þegar hann minnist á fljótið í VI. Bók Eneasarkviðu, línu 312 og eru fræg orð: flectere si nequeo superos, Acheronta movebo eða „Geti ég ekki breytt vilja guðanna, þá hreyfi ég við Akkeron“.