Akasía
(Endurbeint frá Akasíur)
Akasía (fræðiheiti: Acacia) er stór ættkvísl runna og trjáa í undirættinni Mimosoideae sem tilheyrir belgjurtaætt (Fabaceae). Upphaflega náði heitið yfir flokk jurtategunda sem fundust bæði í Afríku og Ástralasíu, en nú hefur það verið takmarkað við ástralasísku tegundirnar sem eru miklu fleiri. Nafnið kemur úr grísku, ἀκακία akakía, sem Pedaníos Díoskúrídes notaði um lyf gert úr laufum og aldinkjöti Vachellia nilotica sem var upprunalega einkennistegund ættkvíslarinnar.[2]
Akasía | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||
Acacia penninervis DC. | ||||||||||
Tegundir | ||||||||||
Samheiti | ||||||||||
|
Frumbyggjar Ástralíu hafa safnað fræjum af akasíutrjám og malað þau til að borða eða baka úr. Möluð akasíufræ eru notuð sem krydd í kökur og grillkrydd.
Tilvísanir
breyta- ↑ Kew Science. „Acacia Mill. in Plants Of the World Online“.
- ↑ Vachellia nilotica í Plants of the World online (POWO)