Afrán
Afrán er hugtak úr vistfræði sem notað er til að lýsa hvernig afræningi (dýr sem veiðir) nærist á bráð sinni (dýr sem ráðist er á). Afræningjar drepa eða drepa ekki bráð sína áður en þeir byrja átið en afránið verður oftast til þess að bráðin deyr og er étin og melt af afræningjanum.