Advanced Mobile Location
Advanced Mobile Location (AML) er tækni sem nota má til að finna einstakling í neyð.
Tæknin var þróuð í Bretlandi af British Telecom, EE Limited og HTC. Þegar einstaklingur í neyð hringir í neyðarlínuna úr snjallsíma með AML kveikir síminn sjálfvirkt á staðsetningarbúnaði sínum, finnur staðsetningu notandans og sendir hana til neyðarlínunnar í SMS.[1]
Í júlí 2016 tilkynnti Google að allir Android-símar myndu styðja við AML. iOS-tæki mun styðja við AML þegar nýjasta útgáfa stýrikerfisins kemur út. AML-kerfið hefur verið tekið notkun í Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Eistlandi, Finnlandi, á Írlandi, Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Litháen. Auk þess eru 10 önnur evrópsk lönd að prófa AML með það í huga að taka kerfið í notkun.[1]
AML kveikir sjálfvirkt á nettengingu tækisins, stillir klukkuna með Network Time Protocol og sendir IMSI/IMEI-númer tækisins í SMS sem birtist ekki notandanum.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Advanced Mobile Location (AML) & Android Emergency Location Service (ELS)“. Sótt 24. janúar 2018.