Adolf Anderssen
Karl Ernst Adolf Anderssen (6. júlí 1818 - 13. mars 1879) var þýskur skákmaður sem um tíma var sterkasti skákmaður í heimi. Hann vann tvær skákir sem sumir hafa nefnt frægustu skákir sögunnar þ.e. skákina ódauðlegu á móti Lionel Kieseritzky og "sígrænu skákina" á móti Jean Dufresne.
Adolf Anderssen tapaði sínum skákum gegn Paul Morphy og Wilhelm Steinitz í lokaeinvígum heimsmeistaramótanna 1858 og 1866. En á móti vann hann mótið 1851 í London, 1862 í London og 1870 í Baden-Baden.