Addisonveiki

Addisonveiki er nýrnahettubilun en orsakir eru í 90% tilvika sjálfsofnæmi. Einkenni veikinnar eru almennur slappleiki, úthaldsleysi, megrun, svimi og saltþörf, dökkur einkennandi húðlitur, lágþrýstingur með háu kalíum í blóði og lágu natríum. Sjúkdómurinn getur komið í ljós í tengslum við aukið álag á líkama við sýkingar eða skurðaðgerðir. Sjúkdómurinn veldur skorti á glúkókorti-kóíðum (aðallega kortisól) og mineralkortikóíðum (aðallega adósterón) vegna eyðingar nýrnahettufruma. Einkennandi húðlitur sjúklinga með Addisonveiki stafar af því að heiladingull eykur myndun ACTH hormóni vegna lægri styrks glúkókortikóíða í blóði og við það myndast einnig MSH (melanocyte stimulating hormone) sem örvar myndun melaníns. Dökkur húðlitur er mest áberandi í olnbogum, lófum, á hnúum og í slímhúðum.[1]

69 ára gömul kona með Addisonveiki, fyrir og eftir læknismeðferð. Fyrir læknismeðferð er konan þreytuleg og lítur út eins og hún sé sólbrún.

TilvísanirBreyta

  1. Gústafsson, Ágúst Óskar; Guðnason, Janus Freyr; Janus Freyr Guðnason; Sigurðsson, Gunnar (1. desember 2010). „Tilfelli mánaðarins: Sólbrúnn og úthaldslaus karlmaður“. Læknablaðið. 2010 (12): 767–768. doi:10.17992/lbl.2010.12.334.