Aarhus Teater
Aarhus Teater er leikhús í Árósum í Danmörku. Leikhúsið var teiknað af Hack Kampmann og var opnað árið 1900. Það er með fjóra sali sem taka 701, 285, 80-100 og 80-100 manns í sæti. Það er stærsta leikhús Danmerkur utan Kaupmannahafnar. Um 20 sýningar eru settar þar upp árlega.