Flokkunarkerfi Aarne-Thompson

(Endurbeint frá ATU-númer)

Flokkunarkerfi Aarne-Thompson er flokkunarkerfi fyrir þjóðsögur, ævintýri og sagnir byggt á söguefnum og minnum sem koma fyrir aftur og aftur. Flokkunarkerfið var upphaflega búið til af finnska þjóðfræðingnum Antti Aarne og kom út í litlu kveri árið 1910. Síðar var það þróað áfram af bandaríska þjóðfræðingnum Stith Thompson sem gaf út hina miklu gerðaskrá sína árið 1961 með upptalningu á yfir 2500 númeruðum sagngerðum. Númerakerfið er oft notað til að flokka þjóðsögur og sagnir með svokölluðum AT-númerum (eftir Aarne og Thompson). Vladimír Propp gagnrýndi þessa flokkunaraðferð á 3. áratug 20. aldar fyrir að líta framhjá virkni söguefnisins.

Antti Aarne sem fyrstur samdi flokkunarkerfið.

Árið 2004 gaf þýski þjóðsagnafræðingurinn Hans-Jörg Uther út uppfærða og alþjóðavædda útgáfu af flokkunarkerfinu. Eftir það er algengast að vísa í ATU-númer fyrir flokkunarkerfið.

Sagngerðir og dæmi um flokkun

breyta

Dýrasögur

  • Villt dýr 1-99
  • Villt dýr og húsdýr 100-149
AT124 Grísirnir þrír
  • Villt dýr og menn 150-199
  • Húsdýr 200-219
  • Önnur dýr og hlutir 220-299

Ævintýri

  • Yfirnáttúrulegir andstæðingar 300-399
AT310 Garðabrúða (ævintýri)
AT327A Hans og Gréta
  • Yfirnáttúrulegir ættingjar eða í álögum 400-459
AT410 Þyrnirós (ævintýri)
  • Yfirnáttúruleg verkefni 460-499
  • Yfirnáttúrulegir aðstoðarmenn 500-559
  • Töfragripir 560-649
AT561 Alladín og töfralampinn
  • Yfirnáttúrulegir hæfileikar eða þekking 650-699
  • Aðrar sögur um hið yfirnáttúrulega 700-749
AT709 Mjallhvít og dvergarnir sjö

Trúarsagnir

  • Guð launar og refsar 750-779
AT777 Gyðingurinn gangandi
  • Sannleikurinn kemur í ljós 780-791
  • Himnaríki 800-809
  • Fjandinn 810-826
  • Aðrar trúarsögur 827-849

Raunsæjar sögur eða smásögur

  • Maður giftist konungsdóttur 850-869
AT853 Hans klaufi
  • Kona giftist konungssyni 870-879
  • Trúmennska og sakleysi sannað 880-899
  • Þrjósk kona lærir að hlýða 900-909
AT900 Þrastarskeggur konungur
  • Góðar lífsreglur 910-919
  • Snjöll orð og athafnir 920-929
  • Forlagasögur 930-949
AT930 Ödipus konungur
  • Ræningjar og morðingjar 950-969
  • Aðrar raunsæjar sögur 970-999

Sögur um heimsku risa, trölla eða púka

  • Starfssamningur 1000-1029
  • Félag manns og risa 1030-1059
  • Keppni milli manns og risa 1060-1114
  • Maður drepur eða særir risa 1115-1144
  • Maður hræðir risa 1145-1154
  • Maður snýr á kölska 1155-1169
  • Sálum bjargað frá kölska 1170-1199

Gamansögur

  • Sögur um kjána 1200-1349
  • Sögur um hjón 1350-1439
  • Sögur um konur 1440-1524
  • Sögur um karla 1525-1724
AT1620 Nýju fötin keisarans
AT1635* Ugluspegill
  • Gamansögur um klerka 1725-1849
  • Gamansögur um aðra hópa fólks 1850-1874
  • Ýkjusögur 1875-1999

Formúlusögur

  • Endurtekningasögur 2000-2100
AT2035 Gamla myllan (This is the house that Jack built)
  • Gildrusögur 2200-2299
  • Aðrar formúlusögur 2300-2399

Óflokkað

  • Óflokkaðar sögur 2400-2499

Tenglar

breyta