8 mR
Átta metra kjölbátur (8 mR eða átta) er gerð af kappsiglingaskútum sem eru smíðaðar samkvæmt alþjóðlegu metrareglunni. Reglan skilgreinir tiltekna jöfnu með tilteknum málum bátsins og útkoman úr henni á að vera átta. Átta metra á því ekki við um lengd bátsins, en átta metra kjölbátar eru að jafnaði um fimmtán metrar að lengd. Áttur geta verið mjög ólíkar innbyrðis.
Áttur voru notaðar sem Ólympíubátar frá Ólympíuleikunum 1908 til 1936.