21. aldar færni er færni, hæfileikar og afstaða til náms sem eru talin lykill að velgengni í samfélagi 21. aldar. Ýmsir aðilar hafa velt því fyrir sér síðan á 9. áratug 20. aldar hvaða þætti menntakerfi Vesturlanda eigi að leggja áherslu á til að búa nemendur undir stafrænt samfélag framtíðar sem einkennist af hröðum breytingum. Þetta byggist á þeirri hugmynd að við það að þungamiðja verðmætasköpunar flyst frá iðnaði til þjónustu í þróuðum samfélögum minnkar eftirspurn eftir iðn- og fagmenntun meðan eftirspurn eftir stafrænni færni eins og upplýsingalæsi eykst. Margir þættir sem hafa verið nefndir sem dæmi um 21. aldar færni tengjast greiningarhæfni, flókinni lausnaleit og teymisvinnu.

Dæmi um færniþætti frá samtökunum P21.

Ýmsir færniþættir hafa verið nefndir til sögunnar sem 21. aldar færni. Meðal þeirra þekktustu eru „fjögur C“ samtakanna P21: samvinna (collaboration), samskipti (communication), gagnrýnin hugsun (critical thinking) og sköpunarhæfni (creativity); og „7 hæfileikar til að komast af“ frá Harvard Graduate School of Education: gagnrýnin hugsun og lausnaleit, samvinna, liðleiki og aðlögunarhæfni, frumkvæði og athafnasemi, skilvirk munnleg og skrifleg samskipti, söfnun og greining upplýsinga, forvitni og ímyndunarafl.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.