18 er náttúruleg tala. Talan á 18 kemur á eftir 17 og á undan 19. Með rómverskum tölum er hún skrifuð: XVIII eða xviij. Talan átján er á íslensku oft haft um marga, sbr. einn af átján: einn af mörgum (slæmum). Sú merking kemur t.d. fram í kvæði Hettu tröllkonu í Bárðar sögu Snæfellsáss:

Út reri einn á báti
Ingjaldr í skinnfeldi.
Týndi átján önglum
Ingjaldr í skinnfeldi
og fertugu færi
Ingjaldr í skinnfeldi.
Aftr komi aldrei síðan
Ingjaldr í skinnfeldi.

Einnig er oft talað um átján barna föður í álfheimum, með vísan til þjóðsögunnar um umskiptinginn í barnslíki, sem var reyndar eiginmaður álfkonu, og mælti:

Nú em eg svo gamall sem á grönum má sjá, átján barna faðir í álfheimum, og hef eg þó aldrei séð svo langan gaur í svo lítilli grýtu.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.