Hjáreksbelti

(Endurbeint frá Þverbrotabelti)

Hjáreksbelti (eða þverbrotabelti) er tegund af flekamörkum þar sem afstæð færsla á milli jarðskorpufleka er samsíða flekamörkunum. Misgengi með þess konar lárétta færslu nefnast sniðgengi. Sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja saman hryggjastykki á rekhryggjum nefnast þvergengi[1] eða þverbrotabelti.[2] San Andreas-misgengið er dæmi um hjáreksbelti á meginlandi og Jan Mayen-þverbrotabeltið dæmi um hjáreksbelti í úthafi. Á Íslandi eru hjáreksbeltin tvö: Suðurlandsbrotabeltið og Tjörnesbrotabeltið. Hið fyrrnefnda er vinstra sniðgengi en hið síðara hægra sniðgengi en stefna sniðgengis ræðst af því í hvora átt mótstæður barmur þess færist.[1][3]

Þvergengi (rauð) tengja saman hryggjastykki á rekhrygg. Bláu örvarnar sýna stefnu færslunnar.

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Guðbjartur Kristófersson. „Jarðfræðiglósur GK“. Sótt 18. ágúst 2013.
  2. Svar við „Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?“ á Vísindavefnum. Sótt 18. ágúst 2013.
  3. Svar við „Hvað er San Andreas sprungan?“ á Vísindavefnum. Sótt 18. ágúst 2013.