Rakamælir
Rakamælir þar sem notaður er þurramælir og votamælir.
(Endurbeint frá Þurrkmælir)
Rakamælir, votmælir eða þurkkmælir er tæki sem er notað til að mæla rakastig loftsins. Rakamælar reiða sig yfirleitt á mælingum á einhverju öðru magni svo sem hitastigi, loftþrýstingi, massa eða efnislegri eða efnafræðilegri breytingu. Út frá þessum mælingum má reikna út rakastigið.
Fyrsti rakamælirinn var fundinn upp árið 1755 af svissneska fjölfræðingnum Johann Heinrich Lambert.