Þriðja heimsstyrjöldin

Þriðja heimsstyrjöldin er hugsanleg styrjöld sem gæti átt sér stað í framtíðinni. Á fyrri hluta 20. aldarinnar geysuðu fyrri og seinni heimsstyrjöldin þannig að ljóst er að, ef sú þriðja mun nokkru sinni eiga sér stað, þá líður langt á milli. Það einkennir umræðu um þriðju heimsstyrjöldina að talið er að notuð yrðu kjarnorkuvopn í því stríði og að eyðileggingin í kjölfarið yrði mikil eða jafnvel alger. Kjarnorkuvopn hafa aðeins tvisvar verið notuð áður, í bæði skiptin af hendi Bandaríkjahers í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar vígbúnaðarkapphlaup var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var talið að opinberunarstríð á milli landanna tveggja hefði verið líklegt. Dómsdagsklukkan hefur verið tákn um þriðju heimsstyrjöldina síðan Truman-kenningin tók gildi árið 1947.

Kjarnorkuvopn eru tengd hugtakinu þriðja heimsstyrjöldin.

Hugsanleg atburðarás er meðal annars venjulegt stríð og eyðilegging jarðarinnar. Albert Einstein lét eitt sinn þau orð falla "Ég veit ekki með hvaða vopnum verður barist í þriðju heimstyrjöldinni en í fjórðu heimstyrjöldinni verður barist með prikum og grjóti".[1]

Mikið hefur verið skrifað um þriðju heimsstyrjöldina í fagurbókmenntum. Til að mynda í bók Tom Clancys Rauður stormur.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Evon, Dan (16. apríl 2018). „Did Albert Einstein Say World War IV Will be Fought 'With Sticks and Stones'?“. Snopes (enska). Sótt 17. nóvember 2024.