Þrepaeiming
Þrepaeiming er aðferð notuð til að skipta blöndu niður eftir einstökum efnum hennar. Þrepaeiming er oftast notuð í iðnaði til að skipta hráolíu niður eftir sameindum þeirra. Hráolía inniheldur þúsundir mismunandi kolvetnissameinda og suðumark þeirra hækkar eftir því sem fjöldi kolefnisatóma sameindanna fjölgar. Þrepaeiming er sérstök tegund af eimingu.
Þrepaeiming hráolíu
breytaÁður en þrepaeiming hefst er olían hituð þar til léttari sameindir hennar hafa gufað upp. Olíunni og gasinu er þá dælt inn á þrepaeimingarturn þar sem þyngstu sameindirnar (sem ekki hafa gufað upp) falla til botns. Hinar sameindirnar færast upp turninn. Þrepaeimingarturninn er hæðaskiptur með mismunandi hitastigi á hverri hæð, kólnandi eftir því sem ofar kemur. Í hvert skipti sem gasið færist upp milli hæða kemst það í kaldara umhverfi þar sem þyngstu sameindirnar falla út en þær léttari halda ferð sinni áfram upp turninn þar til toppi hans er náð.[1][2]
Dæmi um þrepaeimingu er þegar hráolía er fyrst hituð í rúmlega 400 °C við 1 atm þrýsting. Við það gufa öll efnasambönd olíunnar upp sem innihalda 20 eða færri kolefnisatóm. 400 °C heitri olíu-gasblöndunni er dælt inn á þrepaeimingarturninn þar sem fljótandi hluti olíunnar fellur á botninn. Það sem gufar upp fer upp turninn og fellur út eftir því sem kólnar þegar ofar kemur í turninum. Botnfallinu neðst í turninum má svo til dæmis dæla inn á annan þrepaeimingarturn með minni þrýstingi og/eða hærra hitastigi þar sem hægt er að aðskilja sameindirnar sem innihalda fleiri en 20 kolefnisatóm.[3][4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Moore, Stanitski og Jurs (2008)
- ↑ Green-Planet-Solar-Energy.com. (e.d.). „Fractional Distillation Of Crude Oil“ (Sótt 13. apríl 2009).
- ↑ Moore, Stanitski og Jurs (2008).
- ↑ Green-Planet-Solar-Energy.com. (e.d.). „Fractional Distillation Of Crude Oil“ (Sótt 13. apríl 2009).
Heimildir
breyta- Moore John W., Conrad L. Stanitski og Peter C. Jurs. (2008). Chemistry: The Molecular Science (Thomson, Brooks Cole).