Þrýstiaukadæla
Þrýstiaukadæla er dæla sem er notuð til að auka þrýsting eða flæði á vatni, gasi eða öðrum vökva inn í lögnum þar sem lítill þrýstingur er fyrir.
Dælan dælir vökvanum bæði úr forðatanki eða beint úr lögninni (inntakinu).
Þrýstiauka dælur eru bæði notaðar fyrir einkageirann, einbýlishús, sumarbústaði eða aðrar minni einingar, og svo eru notaðar stærri dælur fyrir t.d. fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði ofl. til að dæla vatni á efri hæðir.