Þríhnúkahellir
63°59′54″N 21°41′56″V / 63.99833°N 21.69889°V
Þríhnúkahellir (einnig nefndur Þríhnúkagígur, áður fyrr Holan, Svartholið eða Gatið í Þríhnúkum) er hellir við Þríhnúka í Bláfjöllum. Er hann talin eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni.
Gígopið er þverhnípt og um 4 sinnum 4 metra stórt. Fyrst var sigið niður í gíghellinn 1974[1] og 1991 var hann svo kannaður ítarlega og kortlagður. Þríhnúkahellir er flöskulaga ketill sem er um 150 þúsund rúmmetrar að stærð. Botninn er á stærð við fótboltavöll og er 120 metra undir yfirborði jarðar og þaðan liggja svo gígrásir niður á um 200 metra dýpi.
Í ljósi þess hvað hann þykir sérstakur hafa verið settar fram hugmyndir um hvernig megi bæta aðgengi að honum, sem fæli m.a. í sér að bora göng inn í hann miðjan og byggja útsýnispall inni í honum.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Leyndardómar Þríhnúka“. mbl.is. Sótt 10. febrúar 2013.
Tenglar
breyta- Verkefnavefur VSÓ Ráðgjafar um Þríhnúkagíg
- Náttúrufræðistofa Kópavogs
- Grein hjá Ferlir, myndir og fyrirhugað aðgengi
- „Þríhnúkagígur“; grein í Náttúrufræðingnum 1991