Þorbjörg Ágústsdóttir

Þorbjörg Ágústsdóttir (f. 14. mars 1981) er íslensk skylmingakona og jarðeðlisfræðingur sem keppir fyrir Skylmingafélag Reykjavíkur. Þorbjörg keppir í skylmingum með höggsverði og hefur sjö sinnum orðið Norðurlandameistari kvenna í þeirri grein. Hún er einnig margfaldur Íslandsmeistari í íþrótt sinni og hefur náð góðum árangri á mörgum sterkum skylmingamótum víða um heim.

Heimildir

breyta
  • „„Þorbjörg og Hilmar skylmingafólk ársins". Morgunblaðið, 27. nóvember 2011“.
  • „„Hættulegasta kona Íslands vopnuð sverði." Fréttatíminn, 20. maí 2011“.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.