Þóroddur Guðmundsson

Þóroddur Guðmundsson frá Sandi (18. ágúst 1904 – ) var ljóðskáld, ljóðaþýðandi og smásagnahöfundur.

Þóroddur Guðmundsson

ÆviágripBreyta

Þóroddur fæddist á Sandi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var sonur Guðmundar Friðjónssonar, skálds, og konu hans, Guðrúnar Lilju Oddsdóttur. Þóroddur lauk prófi frá héraðsskólanum á Laugum vorið 1926. Búfræðingur frá Kalnesi í Noregi varð hann 1929. Í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn stundaði hann síðan nám í landafræði, dýrafræði, grasafræði og jarðfræði, og lauk íslensku kennaraprófi árið 1935. Þóroddur stundaði nám við Trinity College í Dublin í enskum bókmenntum 1948–1949. Hann var kennari við ýmsa framhaldsskóla og einnig skólastjóri Héraðsskólans á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Sigurður Einarsson í Holti sagði að Þóroddur hafi verið: „… þjálfaður í háskóla tungunnar hjá föður sínum, sem einhver var orðsnjallastur í máli allra sinna samtíðarmanna …“[1]

Þóroddur Guðmundsson ritaði ljóð og smásögur, ferðasögur auk margra ritgerða og greina. Hann stundaði einnig ritstjórn og útgáfu og tók þátt í félagsstörfum á vegum Félags íslenskra rithöfunda. Fyrsta bók Þórodds kom út árið 1943, smásagnasafnið Skýjadans. Síðan komu ljóðabækur, ferðasaga, þýðingar auk fleiri smásagna. Sigurður Einarsson segir ennfremur um þýðingar Þórodds: „Þær einkennast af næmri innlifun, hagleik og öruggu valdi á tungunni …“ Þóroddur Guðmundsson starfaði ásamt ritstörfum við kennslu mest af sinni ævi og kenndi hann til ársins 1972.[1]

VerkBreyta

BækurBreyta

 • Skýjadans (1943)
 • Villiflug: ljóð (1946)
 • Guðmundur Friðjónsson : ævi og störf (1950)
 • Anganþeyr: ljóð (1952)
 • Úr vesturvegi: ferðasaga frá Bretlandi og Írlandi (1953)
 • Sefafjöll: frumort og þýdd ljóð (1954)
 • Í Skálholti (1957)
 • Söngvar sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar: tveir ljóðaflokkar / William Blake (1959)
 • Sólmánuður: ljóð (1962)
 • Þýdd ljóð frá tólf löndum (1965)
 • Að heiman og heim: endurminningar Vestur-Íslendings / Friðgeir H. Berg (1968)
 • Leikið á langspil: ljóð (1973)
 • Gotlensk ljóð / Gustaf Larsson (1975)
 • Húsfreyjan á Sandi: Guðrún Oddsdóttir (1976)
 • Ljóðaþýðingar frá Norðurlöndum (1980)

TilvísanirBreyta

 1. 1,0 1,1 [1]
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.