Þórður Benediktsson

Þórður Benediktsson (f. 10. mars 1898, d. 14. apríl 1982) var alþingismaður, formaður Sambands íslenskra berklasjúklinga og framkvæmdastjóri happdrættis SÍBS.

Ævi og störf

breyta

Þórður var fæddur á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hanns voru Benedikt Kristjánsson (f. 5. nóv.1840, d. 26. jan. 1915) prófastur þar, og seinni kona hans Ólöf Ásta Þórarinsdóttir (f. 20. júní 1859, d. 22. ágúst 1929) húsfreyja.

Þórður lauk verslunarskólaprófi úr Verzlunarskóla Íslands 1919 og var verslunarmaður í Reykjavík 1919–1920 en dvaldist erlendis 1920–1923. Settist að í Vestmannaeyjum í febrúar 1924, hafði þar á hendi verkstjórn og starfaði auk þess við fiskmat og verslun.

Hann starfaði hjá Sambandi íslenskra berklasjúklinga 1943–1974 og var framkvæmdastjóri Vöruhappdrættis SÍBS frá stofnun þess 1949–1967; happdrættið var burðarás í fjáröflun SÍBS og stóð undir öllum framkvæmdum við byggingu Reykjalundar og Múlalundar og er enn aðaldriftkraftur í fjáröflun SÍBS. Hann var varaformaður stjórnar Sambands íslenskra berklasjúklinga 1946–1954 og formaður árin 1955–1974.

Þórður var landskjörinn alþingismaður Vestmanneyinga 1942–1946 fyrir Sameiningarflokk alþýðu- Sósíalistaflokkinn.

Kona Þórðar, 23. júní 1923, var Anna Camilla, fædd Hansen (1900-1997) húsfreyja. Börn þeirra, Ásta Benedikta, Regína, Björn Víkingur, og Baldur.