Útilokunarreglan er meginregla í einkamálaréttarfari er felur í sér að allt eigi að liggja fyrir í upphafi máls, þ.m.t. ágreiningsatriði, sönnunargögn, og málsástæður, eða að minnsta kosti eins fljótt og kostur er. Þumalputtareglan er sú að hver og einn málsaðili eigi að leggja fram öll gögn sem skipta máli eins skjótt og tilefni er til þess. Sé ekki farið eftir því gætu gagnaðilar þess aðila í málinu, eftir atvikum, krafist þess að litið sé framhjá því sem kemur fram svo seint í málinu.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.