Úrbanus 2.
(Endurbeint frá Úrban II)
Úrbanus páfi annar (f. 1042, d. 29. júlí 1099), fæddur Otho de Lagery (líka til sem: Otto, Odo eða Eudes), ríkti sem páfi frá 12. mars 1088 þangað til hann lést þann 29. júlí 1099. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið upphafsmaðurinn að fyrstu krossferðinni (1096-1099).