Örorka nefnist það þegar einstaklingur hefur takmarkaða starfsgetu sökum lömunar, fötlunar eða sjúkdóms. Þetta verður þá einnig til þess að viðkomandi getur ekki lifað „venjulegu” lífi.

Örorka getur þannig verið sökum meðfædds eiginleika eða slyss eða veikinda sem eiga sér stað seinna á lífsleiðinni.

Örorka á Íslandi

breyta

Á Íslandi vinna félagasamtökin Öryrkjabandalag Íslands að því að verja hagsmuni öryrkja og vinna að framförum á aðstæðum þeirra. Íslenska velferðarkerfið tryggir öryrkjum bætur í formi örorkulífeyrisbóta. Við þær bætur geta bæst aukalegar greiðslur, svo sem ellilífeyrir eða aldurstengdar örorkubætur, allt eftir aðstæðum.

Árið 2017 var áætlað að u.þ.b. 17.900 einstaklingar fengju örorkulífeyrisbætur á Íslandi eða 8,1% fólks á aldrinum 16-66 ára. [1]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 8,1% lands­manna fá greidda ör­orkuMbl.is, skoðað 8. júní 2019