Örin (latína: Sagitta) er fremur dauft stjörnumerki á norðurhimni. Örin er eitt af 48 stjörnumerkjum fornaldar sem Kládíus Ptólmæos lýsti á 2. öld. Það var nefnt eftir örinni sem Herakles notaði til að drepa örn Seifs sem kroppaði í lifur Prómeþeifs. Örin er þannig rétt norðan við Örninn. Bjartasta stjarnan er Gamma Sagittae, rauður risi í 288 ljósára fjarlægð frá sólu. Aðrar stjörnur merkisins eru fjölstirni.

Örin á stjörnukorti.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.