Ömmuferningur

(Endurbeint frá Ömmudúlla)

Ömmuferningur eða ömmudúlla er lítill heklaður ferningur sem er heklaður í hring utan um miðju ferningsins. Ömmuferningar líkjast grófri blúndu. Algengt er að margir slíkir ferningar (dúllur) séu heklaðir og svo að lokum tengdir margir saman í stærri stykki svo sem vesti, veski, púða og rúmteppi.

Tvílitur ömmuferningur sem gerður er með sjö umferðum.

Ömmuferningar eru oft marglitir og litskrúðugir en það var góð leið til að vinna úr garnafgöngum.

Ábreiða úr ömmuferningum
Sjal úr mislitum ömmuferningum

Til eru ýmsar gerðir af ömmuferningum en sú algengasta er með tvöföldum stuðlum sem tengdir eru með keðjulykkjum og tvöföldum stuðlablokkum. Byrjað er á ömmuferning með nokkrum keðjulykkjum. Grunngerð ömmufernings er svo tvöfaldir stuðlar og keðjulykkjur. Aðrar gerðir eru gerðir sem mynda ýmis mynstur svo sem sexhyrninga. Til að ná frá ákveðnu horni þar hönnuður að bæta við keðjulykkjum. Næstu umferðir eru gerðar með að vefja mörgum lykkjum utan um þær keðjulykkjur sem eru innan.


Tenglar

breyta