Eyland
(Endurbeint frá Öland)
Eyland (Sænska: Öland) er önnur stærsta eyja Svíþjóðar (á eftir Gotlandi). Stærð hennar er 1.342 ferkílómetrar og eru íbúar um 25.000. Eyjan tengist Smálöndum með 6 kílómetra brú þvert yfir Kalmarsund. Stærsta þéttbýlið er í Borgholm. Uppskeruhátiðin Skördefest er haldin á hverju ári á Eylandi. Fornleifar benda til þess að búseta hafi verið á eyjunni um árið 8000 fyrir Krist.