Óskar Norðmann (Jónsson) (1902-1971) var stórkaupmaður og söngvari sem var nokkuð áberandi í sönglífi Reykvíkinga á þriðja áratug síðustu aldar.

Hann var einn af eigendum fyrirtækis Jóns Þorlákssonar þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur frá árinu 1923 en fyrirtækið var leiðandi afl í byggingavöruverslun hér á landi.

Óskar þótti fær íþróttamaður og lék knattspyrnu með Víkingi og var formaður félagsins um hríð.

Sumarið 1930 söng Óskar einsöng á Alþingishátíðinni á Þingvöllum og um sama leyti kom út lag (Bergljót / Þú ein) með söng hans á vegum Fálkans, undirleik annaðist Emil Thoroddsen.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Óskar Norðmann (1902-71)“. Glatkistan. 24. október 2017. Sótt 2. október 2019.