Ósakhæfi er lögfræðihugtak sem kveður á um að ekki sé hægt að refsa einstakling sem brotið hefur alvarlega af sér. Í 15. grein almennra hegningalaga er kveðið á um að ekki skuli refsa einstaklingi ef sýnt er fram á að viðkomandi var ófær um að stjórna gerðum sínum þegar verknaður var framinn sökum andlegra veikinda, þroskahömlunar eða annarra læknisfræðilegra ástæðna. Einstaklingur sem metinn er ósakhæfur er því sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds en í langflestum tilvikum er viðkomandi vistaður á viðeigandi stofnun en kveðið er á um það í 16. grein almennra hegningarlaga.[1] Rétt er að taka það fram að ósakhæfi er alltaf lögfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt. Það er geðlæknir sem metur hvort einstaklingur sé sakhæfur eða ósakhæfur en endanleg ákvörðun er á valdi dómara.

Tilvísanir

breyta
  1. „19/1940: Almenn hegningarlög“. Alþingi. Sótt 2. janúar 2025.