Ólafur Jóhann Engilbertsson
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Ólafur J. Engilbertsson er fæddur 1960 á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd við norðanvert Ísafjarðardjúp. Ólafur er MA í hagnýtri menningarmiðlun, sagnfræðingur, leikmyndahöfundur og grafískur hönnuður. Hann stundaði nám í leikmyndahönnun við Institut del teatre í Barcelona og er höfundur leikmynda við fjölmörg verk í sjónvarpi, kvikmyndum og leikhúsum. Grafíska hönnun nam hann við Academy of Art College í San Francisco. Hann hefur hannað firmamerki, bókakápur, geisladiska, bæklinga og skilti auk hátt á sjöunda tug sögusýninga fyrir Sögumiðlun ehf. Ólafur nam bæði sagnfræði og hagnýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Jafnframt því að vera framkvæmdastjóri Sögumiðlunar er Ólafur formaður stjórnar Snjáfjallaseturs þar sem hann hefur stjórnað fjölda menningarviðburða, sýningum, málþingum, tónleikum og blönduðum dagskrám. Ólafur er auk þess í stjórn Smekkleysu SM ehf. og Félags um Listasafns Samúels í Selárdal.