Ítalíuskrift
Ítalíuskrift er skriftarstíll sem var fundinn upp af Niccolò Niccoli (1364 – 1437) á 15. öld.
Saga
breytaNiccolò Niccoli var fræðimaður við Medicihirðina í Flórens, hann var mjög góður skrifari og afritaði og las forn handrit, fór yfir texta og leiðrétti þá, kaflaskipti þeim og gerði efnisyfirlit. Ítalíuskrift er næstum eins og mercantesa, fljótaskrift (gotneskri skjalahönd) frá lok miðalda og hefur líklegast rætur sínar að rekja þaðan, hástafir hennar er sóttir frá Rómaveldi til forna og nokkrir stafir eru sóttir í karlungaletur. Ítalíuskrift er handskrift, einkenni hennar eru meðal annars að hún er tengiskrift, hún hallast oft um nokkrar gráður (7-8), hún er hærri en hún er breiðari (í hlutföllum 3:4) og hún er stundum með skrautdráttum.
Kennsla ítalíuskriftar á Íslandi
breytaÁrið 1985 stofnuðu hópur af kennurum leiddur af Hildu Torfadóttir samtök til að kenna Ítalska handskrift í íslenskum barnaskólum, hópurinn var óánægur með skriftina sem var þá kennd í skólum. Hópurinn bað Gunnlaug Briem að setja saman kennslubók. Bókin var sett saman af Gunnlaugi sem vann verkefnið launalaust. Fyrstu hefti bókarinar voru keypt af kennurunum sjálfum en Menntamálaráðuneytið studdi verkefnið að lokum.
Ítalíuskrift var kennd með verkefnabókum, kennarar fengu leiðbeiningarbók. Það voru líka gerð tölvukennsluforrit, glærur og hljóðupptökur til að kenna ítalíuskrift. Kennslan var skipulögð þannig að nemendur lærðu smátt og smátt að beita pennanum til að getað náð vald á stöfunum. Meðal verkefna voru endurtekningar á pennastrokum, teikningar á skrípókörlum og að lokum mótun á stöfunum.
Heimildir
breyta- Gunnlaugur Briem, 1985, „Cursive Italic News“.
- Gunnlaugur Briem, 2003, 1. september „Sjö sýni af Ítalíuskrift“.