Ævintýrabækurnar

bókaröð eftir Enid Blyton

Ævintýrabækurnar eru bókaröð eftir breska barnabókahöfundinn Enid Blyton. Aðalsöguhetjurnar eru fjögur 11-12 ára börn sem í íslenskri þýðingu Sigríðar Thorlacius heita Jonni, Anna, Finnur og Dísa. Ein af persónum bókanna er páfagaukurinn Kíkí. Ævintýrabækurnar eru átta og komu út frá 1944 til 1955. Kápumyndir eru eftir Stuart Tresilian.

  1. Ævintýraeyjan (The Island of Adventure) (1944; ísl. þýð. 1950)
  2. Ævintýrahöllin (The Castle of Adventure) (1946; ísl. þýð. 1951)
  3. Ævintýradalurinn (The Valley of Adventure) (1947; ísl. þýð. 1952)
  4. Ævintýrahafið (The Sea of Adventure) (1948; ísl. þýð. 1953)
  5. Ævintýrafjallið (The Mountain of Adventure) (1949; ísl. þýð. 1954)
  6. Ævintýraskipið (The Ship of Adventure) (1950; ísl. þýð. 1956)
  7. Ævintýrasirkusinn (The Circus of Adventure) (1952; ísl. þýð. 1955)
  8. Ævintýrafljótið (The River of Adventure) (1955; ísl. þýð. 1957)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.