Æðahellir
Æðahellir er íslenskur hellir í Vestmannaeyjum. Í Eyjablaðinu 1962 segir svo frá Æðahelli:
- Vestan Vatnshella tekur við Æðasandur, en það er hóflaga vik með háum hömrum á alla vegu og er sandur innst í vognum. Af þessum sandi má svo ganga í einn af skemmtilegustu hellum Eyjanna — Æðahelli. Eru á honum tvö op, veit annað út á sandinn, en hitt til hafs. Inni í helli þessum er há hvelfing og tignarleg og munu fáir sjá eftir því, er lagt hafa leið sína þangað. [1]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.