Ásdís Rán Gunnarsdóttir

íslensk fyrirsæta

Ásdís Rán Gunnarsdóttir (fædd 12. ágúst 1979) er íslensk fyrirsæta, sjónvarpsframleiðandi og frumkvöðull.[1]

Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Fædd12. ágúst 1979 (1979-08-12) (45 ára)
Egilsstaðir, Ísland
StörfFyrirsæta, frumkvöðull, sjónvarpsframleiðandi
MakiGarðar Gunnlaugsson (g. 2006; sk. 2012)
Börn3

Á tíunda áratug síðustu aldar vann hún sem sjónvarpsframleiðandi hjá 365 Miðlum. Árið 2009 kom hún fram í búlgarska sjónvarpsþættinum Footballer's wife.[2]

Þann 4. janúar 2024 tilkynnti hún um framboð sitt til forseta Íslands.[3]

Persónulegt líf

breyta

Ásdís var gift fótboltamanninum Garðari Gunnlaugssyni í sex ár og eiga þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2012.[4]

Heimildir

breyta
  1. Jón Þór Stefánsson (17. mars 2024). „Ísdrottningin safnar undirskriftum til að komast á Bessastaði“. Vísir.is. Sótt 8. apríl.
  2. „Var heimalingur hjá Bæjarstjóra“. Morgunblaðið. 12. ágúst 2014. bls. 30. Sótt 8. apríl 2024 – gegnum Tímarit.is.
  3. Svava Marín Óskarsdóttir (4. janúar 2024). „Glamúr, glæsikerra og einkaþota á Bessastaði“. Vísir.is. Sótt 8. apríl.
  4. „Ásdís Rán og Garðar skilin“. Vísir.is. 22. febrúar 2012. Sótt 8. apríl.