Ágeas (forngrísku: Αὐγέας; Augéās) eða Ágeías (forngrísku: Αὐγείας; Augeíās) var í grískri goðafræði konungur í Elís og faðir Epíköstu. Fimmta þraut Heraklesar var að þrífa fjós Ágeasar. Var það óvinnandi verk einum manni og veitti Herakles því fljótunum Alfeios og Peneios um fjósin.

Í mörgum tungumálum, sem og á íslensku, er það að þrífa/hreinsa Ágeasarfjósið haft um það að vinna næsta ómögulegt verk, klára eitthvað sem er einstaklega erfitt eða næsta ómögulegt nema með róttækum aðferðum.

Tengt efniBreyta

   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.