Taylor Hawkins (17. febrúar 1972 – 25. mars 2022) var bandarískur tónlistarmaður. Hann var þekktastur sem trommari hljómsveitarinnar Foo Fighters sem hann spilaði með frá árinu 1997 til dauðadags.

Taylor Hawkins
Hawkins með Foo Fighters árið 2017
Hawkins með Foo Fighters árið 2017
Upplýsingar
FæddurOliver Taylor Hawkins
17. febrúar 1972(1972-02-17)
Fort Worth, Texas, BNA
Dáinn25. mars 2022 (50 ára)
Bogotá, Kólumbía
UppruniLaguna Beach, Kalifornía, BNA
StörfTónlistarmaður
Ár virkur1990–2022
Stefnur
Hljóðfæri
  • Trommur
  • ásláttarhljóðfæri
  • rödd
Útgefandi
Áður meðlimur í

Hawkins fæddist í Texas en ólst upp í Kalíforníu. Þegar hann var að læra á trommur voru meðal helstu áhrifavalda hans Roger Taylor úr Queen, Phil Collins úr Genesis, Stewart Copeland úr The Police og Stephen Perkins úr Jane's Addiction.[1]

Snemma á ferlinum spilaði Hawkins í hljómsveitunum Sylvia og Sass Jordan. Hæfileikar hans vöktu athygli Alanis Morissette sem fékk hann til að tromma á tónleikaferðum sínum. Á þeim tíma kynntist Hawkins Dave Grohl, fyrrverandi meðlim Nirvana, sem bauð honum fljótlega að gerast trommari í nýju hljómsveit sinni, Foo Fighters. Á tónleikum skiptust Grohl og Hawkins stundum um hlutverk, Grohl fór á trommur og Hawkins söng og spilaði á gítar. Hawkins söng á nokkrum lögum á plötum og smáskífum með Foo Fighters.

Meðfram því að spila með Foo Fighters vann Hawkins að tónlist með ýmsum öðrum. Þar má helst nefna Taylor Hawkins and the Coattail Riders sem gáfu út þrjár plötur (2006-2019).

Hawkins var giftur og átti þrjú börn. Hann hafði lengi barist við fíkniefnavanda og var nærri dauða árið 2001 eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni.[2]

Hawkins fannst látinn í hótelherbergi í Bogotá, Kólumbíu, þegar Foo Fighters voru þar á tónleikaferðalagi. Dánarorsök er talin hafa verið neysla fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja [3]. Hann var fimmtugur að aldri.

Skífur breyta

Foo Fighters breyta

  • There Is Nothing Left to Lose (1999)
  • One by One (2002)
  • In Your Honor (2005)
  • Echoes, Silence, Patience & Grace (2007)
  • Wasting Light (2011)
  • Sonic Highways (2014)
  • Saint Cecilia (2015)
  • Concrete and Gold (2017)
  • Medicine at Midnight (2021)

Taylor Hawkins and the Coattail Riders breyta

  • Taylor Hawkins and the Coattail Riders (2006)
  • Red Light Fever (2010)
  • Get the Money (2019)

NHC breyta

  • Intakes & Outtakes (EP) (2022)

The Birds of Satan breyta

  • The Birds of Satan (2014)

Coheed and Cambria breyta

  • Good Apollo, I'm Burning Star IV, Volume Two: No World for Tomorrow (2007)

Sóló breyta

  • Kota (EP) (2016)

Tilvísanir breyta